Fyrsta árs fjallamennskunemar í gönguferð

02.sep.2022

Síðustu daga hafa nemendur á fyrsta ári í fjallamennsku verið í FAS. Þar hafa þeir verið að undirbúa aðra ferð annarinnar sem er gönguferð um fjalllendi. Undirbúningur felst m.a. í því læra að nota áttavita og staðsetja sig á korti, undirbúa og velja bestu leiðina svo eitthvað sé nefnt.

í dag klukkan 15 var svo komið að því að halda af stað en þá sótti rúta hópinn til fara með hann á upphafsstað göngunnar. Hópurinn kemur til baka á þriðjudaginn og verður þá væntanlega reynslunni ríkari.

Þeir sem vilja fylgjast með ferðum hópsins geta smellt á þessa slóð og séð staðsetningu hverju sinni. Við óskum hópnum góðrar ferðar og vonum að allt gangi sem best.

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...